Beita Rússa áfram þvingunum

Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, í Brussel í dag.
Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, í Brussel í dag. AFP

Leiðtogar ríkja Evrópusambandsins samþykktu í dag að framlengja viðskiptaþvingarnir sambandsins gegn Rússlandi um sex mánuði á þeim forsendum að rússnesk stjórnvöld hefðu ekki uppfyllt skilyrði vopnahlésins í Úkraínu samkvæmt frétt AFP.

Þetta er haft eftir Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, en hann tjáði sig um málið á Twitter-síðu sinni. Leiðtogar ríkja sambandsins funduðu í Brussel í Belgíu í dag.

Ákvörðunin verður tekin formlega í júlí og tekur gildi í lok þess mánaðar þegar fyrri aðgerðir falla úr gildi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert