Seldu ungar konur í kynlífsþrælkun

AFP

Lögregluyfirvöld í nokkrum ríkjum Evrópu hafa handtekið 35 manns í tengslum við mansal í Evrópu en glæpahringurinn seldi ungar konur í kynlífsþrælkun í álfunni. 

Samkvæmt fréttatilkynningu frá Europol var um alþjóðlegan mansalhring með höfuðstöðvar í Rúmeníu. Auk Europol og rúmensku lögreglunnar tóku lögregluyfirvöld í Tékklandi, Belgíu, Þýskalandi, Bretlandi og Sviss þátt í aðgerðunum.

Á mánudag var gerð húsleit á 71 stað í Rúmeníu og 35 handteknir þar í landi í tengslum við rannsóknina. Glæpahringurinn seldi ungar konur í kynlífsþrælkun til annarra ríkja Evrópu. 

Hald var lagt á háar fjárhæðir í reiðufé, gull og skartgripi. Eins sportbíla, tölvur og annan tæknibúnað og vopn.

Í Bretlandi voru þrír handteknir og tíu fórnarlömbum bjargað úr haldi níðinga. Þar var einnig lagt hald á reiðufé, vopn og fleira. Eins var leitað á nokkrum stöðum í Belgíu og Sviss þennan sama dag.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert