2.500 manns fylgdu Warmbier síðustu sporin

Kistuberar bera kistu Warmbier út úr skólanum og inn í …
Kistuberar bera kistu Warmbier út úr skólanum og inn í bíl. AFP

2.500 manns voru við í jarðarför bandaríska námsmannsins Otto Warmbier í Cincinnati í Ohio ríki Bandaríkjanna í dag. Warmbier komst í heimsfréttirnar á síðasta ári þegar hann var handtekinn á ferðalagi í Norður-Kór­eu og sakaður um að hafa reynt að stela vegg­spjaldi á hót­eli. Var hann dæmd­ur til 15 ára þrælk­un­ar­vinnu.

Hann var skyndilega fluttur til Bandaríkjanna í síðustu viku í dái og hann lést á sjúkrahúsi á mánudaginn. Talið er að Warmbier hafi hlotið alvarlegan heilaskaða í Norður-Kóreu.

Jarðaför Warmbier fór fram í gamla menntaskólanum hans en hann útskrifaðist þaðan árið 2013.

„Þetta ferli hefur sýnt okkur innsýn í illsku, ást og hið góða,“ sagði bandaríski þingmaðurinn Rob Portman við jarðaförina í dag. „En í dag sjáum við það góða og ástina sem verður tjáð í gegnum allan þann stuðning sem Warmbier fjölskyldan hefur fengið.“

Þá gagnrýndi þingmaðurinn meðferð Norður-Kóreu á Warmbier og sagði hana hafa verið „skelfilega“. „Það hefði aldrei átt að handtaka hann til að byrja með,“ sagði hann. „Norður-Kóreumenn þurfa að bera ábyrgð á því.“

Í gær sagði utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Jim Mattis að þolinmæði Bandaríkjanna gagnvart stjórnvöldum í Norður-Kóreu væri á þrotum. „Að sjá ungan mann fara þangað heilbrigðan, og eftir minniháttar óhlýðni, koma heim eiginlega látinn. Þetta fer fram úr öllum skilningi á lögum og reglu og ábyrgð gagnvart fólki,“ sagði Mattis.

Ráðamenn í Norður-Kór­eu segja að Warmbier hann hafi fallið í dá skömmu eft­ir sak­fell­ingu í kjöl­far veik­inda.

Foreldar Warmbier og systkini.
Foreldar Warmbier og systkini. AFP
AFP
Foreldrar Warmbier heilsa fólki við jarðaförina í dag.
Foreldrar Warmbier heilsa fólki við jarðaförina í dag. AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert