Trump segist ekki eiga upptökur

Donald Trump segist ekki eiga upptökur af samtali hans og …
Donald Trump segist ekki eiga upptökur af samtali hans og James Comey. mbl.is/AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti kveðst ekki eiga upptökur af samtali hans og James Comey, fyrrverandi forstjóra bandarísku alríkisþjónustunnar, FBI. Frá þessu greinir AFP-fréttaveitan.

„Eftir allan fréttaflutninginn af rafrænu eftirliti, hlerunum, afhjúpunum og ólögmætum uppljóstrunum, ég hef ekki hugmynd hvort það séu til upptökur af samtölum mínum og James Comey, en ég tók þau allavega ekki upp, og hef engar slíkar upptökur,“ skrifaði Trump á Twitter.

Trump hafði áður gefið til kynna að samtal hans við Comey hefði hugsanlega verið tekið upp. „Það er eins gott fyr­ir James Comey að það séu ekki til nein­ar upp­tök­ur til af sam­töl­um okk­ar áður en hann byrj­ar að leka gögn­um til fjöl­miðla,“ skrifaði Trump til að mynda á Twitter.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert