Tveir látnir í óveðri í Þýskalandi

AFP

Miklill stormur í norðurhluta Þýskalands hefur kostað tvo lífið og sett lestarsamgöngur úr skorðum samkvæmt frétt AFP. Þá sást hvirfilbylur sást í nágrenni Hamborgar.

Fram kemur í fréttinni að skemmdir hafi orðið á lestarteinum og rafmagnslínum sem leitt hafi til þess að stöðva hafi þurft lestarsamgöngur á milli borganna Berlínar, Hamborgar, Bremen, Kiel og Hanover. Mikil úrkoma hafi fylgt storminum og í sums staðar haglél.

Fimmtugur karlmaður lést og eiginkona hans slasaðist þegar tré féll á bifreið þeirra í nágrenni borgarinnar Uelzen. Kona slasaðist einnig á sömu slóðum þegar hún varð fyrir tré þar sem hún var á ferðinni á reiðhjóli. Rúmlega áttræð kona lést einnig í bænum Gifhorn þegar tré féll á bifreið hennar.

Þök hafa rifnað af húsum og kindur drepist sem urðu fyrir trjám.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert