Fengu raflost í sundlaug og létust

Ljósmynd/Dick Elbers

Þrjú börn létu lífið í skemmtigarði í norðvesturhluta Tyrklands í dag þegar rafmagn komst í sundlaug sem þau léku sér í. Tveir fullorðnir, framkvæmdastjóri garðsins og sonur hans, létu einnig lífið eftir að hafa stungið sér í laugina til þess að reyna að bjarga börnunum.

Fólkið var allt flutt á sjúkrahús samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC en ekki ryendist mögulegt að bjarga því. Rannsókn á málinu er þegar hafin en ekki liggur fyrir hvernig rafmagn komst í sundlaugina. Fimm aðrir slösuðust og voru einnig fluttir á sjúkrahús. 

Framkvæmdastjóri skemmtigarðsins var 58 ára gamall og sonur hans þrítugur. Ekki kemur fram í fréttinni á hvaða aldri börnin voru.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert