Flúði til Taílands eftir nauðganir

Frá Arlanda flugvelli.
Frá Arlanda flugvelli. AFP

Maður sem er grunaður um fjórar nauðganir í Svíþjóð í síðasta mánuði flúði til Taílands en var handtekinn á flugvellinum í Bankok við komuna þangað. Hann var síðan fluttur aftur til Svíþjóðar í lögreglufylgd og afhentur lögreglu á Arlanda í morgun. 

Maðurinn, sem er 38 ára gamall, er grunaður um fjórar nauðganir á fjórum ólíkum stöðum á tveimur dögum í maí. Maðurinn er einnig grunaður um ólögmæta frelsissviptingu.

Maðurinn hefur ítrekað komist í kast við lögin vegna kynferðisofbeldis. Taílenska lögreglan flaug með manninn í áætlunarflugi með Thai Airways og voru það farþegar um borð í flugvélinni sem létu fjölmiðla vita af komu mannsins til landsins.

Hann var handjárnaður allan tímann um borð, samkvæmt frétt Kvällsposten. Maðurinn var árið 2003 dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir nauðgun og kynferðislegt ofbeldi gagnvart barni. Sex árum síðar var hann dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað tveimur sautján ára gömlum stúlkum ítrekað.

Umfjöllun sænska ríkisútvarpsins um manninn

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert