Kólera breiðist hratt út

Kólerufaraldur hefur brotist út í hinu stríðshrjáða og fátæka ríki Jemen og er óttast að meira en 300 þúsund íbúar verði sýktir af sjúkdómnum í ágúst. Í dag er talið að um 193 þúsund hafi smitast af kóleru.

Sameinuðu þjóðirnar telja að 1.245 hafi látist úr kóleru í Jemen frá því í apríl. „Tilfellunum heldur áfram að fjölga hratt,“ segir talsmaður Sameinuðu þjóðanna. 

Börn eru sérlega viðkvæm fyrir sjúkdómnum og um helmingur smitaðra er börn.

Kólera er skæð bakteríusýking sem smitast mjög auðveldlega, m.a. með mat og vatni. Einfalt er að meðhöndla sjúkdóminn en í landi eins og Jemen, þar sem heilbrigðiskerfið er í molum, er erfitt og oft ómögulegt að fá lyf og lækningu. 

Læknir hlúir að barni í sjúkratjaldi í Jemen.
Læknir hlúir að barni í sjúkratjaldi í Jemen. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert