Strætisvagn festist undir brú

Strætisvagn eins og sá sem festist undir brúnni í París …
Strætisvagn eins og sá sem festist undir brúnni í París í dag.

Tveggja hæða strætisvagn sem flytur ferðamenn um París festist í dag undir brú í miðborginni. Að minnsta kosti fjórir farþegar slösuðust, þar af einn alvarlega, að sögn slökkviliðsins. 

Vagninn ók á Alexandre III-brúna, sem er er á vinsælum ferðamannastað í borginni þar sem gott útsýni er að Eiffel-turninum og Signu. 

Slysið varð er athöfn fór fram við Signu þar sem verið var að kynna umsókn borgaryfirvalda um að halda Ólympíuleikana árið 2024. Fljótandi hlaupabrautum hafði verið komið fyrir á ánni, skammt frá brúnni.

Lögreglan segir að vegna þessarar athafnar hafi vagninn orðið að beygja af hefðbundinni leið.

Vagninn sem um ræðir er á vegum fyrirtækisins The Big Bus Tours. Efri hæð vagnsins var án þaks.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert