Tölvuárás á breska þingið

AFP

Tölvuárás hefur verið gerð á breska þingið með þeim afleiðingum að þingmenn hafa ekki getað nálgast tölvupóstinn sinn án þess að vera staddir í þinghúsinu.

Þingmenn voru látnir vita af árásinni í gærkvöldi en margir þeirra hafa látið vita af erfiðleikum sínum við að nálgast póstinn sinn. Einungis nokkrir dagar eru síðan greint var frá því að lykilorðum breskra ráðherra hefði verið dreift á netinu eftir að tölvuþrjótar komust yfir þau.

Fram kemur á fréttavef breska dagblaðsins Daily Telegraph að starfsmenn þingsins vinni að því ásamt öryggissérfræðingum að verja tölvukerfi þess og leggja mat á þann skaða sem árásin olli. Verið er að rannsaka málið en haft er eftir einum þingmanni sem varð fyrir árásinni að embættismenn væru alltaf einu eða tveimur skrefum á eftir tölvuþrjótunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert