Ekkert húsanna stóðst eldvarnarpróf

Lögreglumenn við Dorney-turninn í Camden sem er eitt þeirra háhýsa …
Lögreglumenn við Dorney-turninn í Camden sem er eitt þeirra háhýsa sem hefur verið rýmt vegna eldhættu. AFP

Staðfest er að klæðning á sextíu háhýsum í Englandi stenst ekki eldvarnarkröfur. Enn á eftir að rannsaka hundruð bygginga en talið er að um 600 hús í landinu séu með sömu eða svipaða klæðningu og Grenfell-turninn í London sem varð eldi að bráð og um áttatíu að bana fyrir nokkrum dögum.

Í frétt BBC segir að sextíu háhýsi hafi nú verið rannsökuð og ekkert þeirra stóðst eldvarnarpróf.

Borgar- og bæjaryfirvöldum hefur verið fyrirskipað að forgangsraða við rannsóknina. Fyrst verða rannsökuð þau hús sem mest hætta er talin steðja að og þar sem grunur leikur á að eldvarnir séu ekki í lagi.

Fjögur háhýsi í Camden í London voru rýmt um helgina vegna eldhættu í klæðningu. Tugir íbúa neituðu að yfirgefa heimili sín.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert