Gleði og fjölbreytileiki í New York

AFP

Tugir þúsunda tóku þátt í Gleðigöngunni í New York í dag og fögnuðu fjölbreytileikanum. Gengið var frá miðbæ Manhattan að Greenwich-hverfinu, þar sem réttindabarátta samkynhneigðra í Bandaríkjunum hófst árið 1969 í kjölfar hinna svokölluðu Stonewall-uppþota.

Sjá mátti fjölda skilta á lofti sem mótmæltu Donald Trump Bandaríkjaforseta.

AFP

Þema göngunnar hefur verið misjafnt ár frá ári. Árið 2015 var því fagnað að hjónabönd samkynhneigðra hefðu verið lögleidd um allt landið. Í fyrra var fórnarlamba skotárásar á hinsegin skemmtistað í Orlando minnst, en á þessu ári virtust margir leggja áherslu á að mótmæla Trump. Hann hefur talað um að gera ýmsar breytingar sem bitna á hinsegin fólki, t.a.m. á transfólki innan heilbrigðiskerfisins.

AFP

Fjöldi stjórnmálamanna tók þátt í göngunni, meðal annars Bill de Blasio, borgarstjóri New York, Mario Cuomo, fyrrverandi ríkisstjóri þar, og Chuck Schumer öldungardeildarþingmaður. Þeir eru allir demókratar.

Hér fyrir neðan má sjá myndir úr göngunni í dag.

AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert