Þrettán látnir eftir sprenginguna

Frá leitaraðgerðum við námuna.
Frá leitaraðgerðum við námuna. AFP

Fjöldi látinna eftir sprengingu í kola­námu við bæ­inn Cuc­unuba í Kól­umb­íu á föstudag hefur hækkað upp í þrettán. Greint var frá því í gær að átta væru látnir en fimm saknað, en yfirvöld í Kólumbíu hafa nú staðfest að allir þrettán sem voru í námunni létust.

Sett hefur verið af stað rannsókn til að komast að því hvað olli sprengingunni, en talið er að hún hafi orðið vegna uppsöfnunar metangass. Náman var starf­rækt í leyf­is­leysi. 

Juan Manuel Santos, forseti Kólumbíu, hefur kallað eftir strangari öryggiskröfum í námum í kjölfar atviksins. Þá hefur hann sent samúðarkveðjur til fjölskyldna fórnarlambanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert