Ferðabann Trump leyft að hluta

Hæstiréttur hefur úrskurðað að ferðbannið taki gildi að hluta.
Hæstiréttur hefur úrskurðað að ferðbannið taki gildi að hluta. AFP

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur að hluta til aflétt lögbanni sem sett var á ferðabann íbúa sex ríkja þar sem múslimar eru í meirihluta og Donald Trump fyrirskipaði fyrr á þessu ári. Þá heimilaði Hæstiréttur jafnframt hluta af banni við komum flóttamanna frá ákveðnum ríkjum til landsins.

Ferðabannið nær til íbúa Íran, Libíu, Sómalíu, Súdan, Sýrlands og Jemen sem hafa engin fjölskyldutengsl við Bandaríkin. Að svo stöddu mun bannið það ekki hafa áhrif á þá sem eiga nána fjölskyldumeðlimi í Bandaríkjunum.

Frétt mbl.is: Ferðabann Trump áfram hindrað

Trump telur bannið nauðsynlegt fyrir öryggi þjóðarinnar, en hefur verið gagnrýndur fyrir að mismuna múslimum vegna trúar sinnar og það brjóti í bága við stjórnarskrá landsins.

Bannið hafði verið fellt úr gildi af lægri dómsstigum og bandarískur áfrýjunarstóll komst nýlega að þeirri niðurstöðu að það skyldi áfram hindrað. Niðurstaða Hæstaréttar er því mikill sigur fyrir Trump.

Um er að ræða 90 daga ferðabann á íbúa sex múslimaríkja og 120 daga bann á flóttamenn.

Hæstiréttur mun svo í október taka ákvörðun um það hvort bannið taki gildi að öllu leyti eða verði slegið út af borðinu.

Frétt mbl.is: Trump með ferðabannið fyrir Hæstarétt

Frétt mbl.is: Dómstóll dæmir gegn Trump

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Renault Grand Scenic 7 manna til sölu
RENAULT MEGANE SCENIC BOSE Ásett verð 3.490.000.- Árgerð: 2015 Akstur: 33 þ.k...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
HONDA CR-V VARAHLUTIR 1998-2001+Hyunday Tuson hedd
Á til notaða varahluti í Honda CR-V 1997-2001 td. drif toppgrind,hedd afturljós ...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
L helgafell 6017092019 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017092019 IV/V Mynd af ...
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar, útskurður, pappamódel...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...