Hætta framleiðslu hluta klæðningarinnar

Verkamenn fjarlægja klæðninguna af Whitebeam Court-turninum í Salford. Talið er ...
Verkamenn fjarlægja klæðninguna af Whitebeam Court-turninum í Salford. Talið er að umrædda klæðningu sé að finna á um 600 fjölbýlishúsum í Bretlandi. AFP

Fyrirtækið Arconic hefur ákveðið að hætta framleiðslu þilja sem ásamt einangrun mynduðu klæðninguna sem talin er hafa átt sök á því að eldur breiddist út á örskotsstundu um Grenfell-turninn í Lundúnum. Þilin hafa verið tekin úr sölu á heimsvísu.

Að minnsta kosti 79 létust í brunanum í vesturhluta höfuðborgarinnar.

Samkvæmt talsmönnum fyrirtækisins var ákveðið að taka svokölluð Reynobond PE-þil úr sölu vegna áhyggja af ósamræmi byggingareglugerða. Notkun þiljana í háhýsum er þegar bönnuð í Þýskalandi og Bandaríkjunum en ekki Bretlandi.

Í yfirlýsingu frá Arconic segir að fyrirtækið muni halda áfram að styðja rannsókn yfirvalda á Grenfell-brunanum.

Þilin sem notuð voru í klæðninguna á turninum voru keypt af Omnis Exteriors í Worcester, sem „framleiddi“ í raun klæðninguna með því að setja saman þilin og einangrun frá Celotex í Ipswich. Klæðningin var síðan sett upp af Harley Facades.

Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
PÚSTKERFI Á HAGSTÆÐU VERÐI
Eigum fyrirlyggjandi PÚSTKERFI í flestar tegundir bifreiða. Einnig STÝRISLIÐI ...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...