Jarðneskar leifar Dali grafnar upp

Grafa á upp jarðneskar leifar listamannsins Salvador Dali.
Grafa á upp jarðneskar leifar listamannsins Salvador Dali. AFP

Dómstólar í Madrid hafa nú úrskurðað að jarðneskar leifar spænska listamannsins Salvador Dali verði grafnar upp í tengslum við faðernismál sem nú er í ferli. Taka á sýni úr líkama listamannsins vegna faðernisprófs.

Kona að nafni Pilar Abel segir Dali vera föður sinn en hann hafi átt í ástarsambandi við móður sína árið 1955. Abel hefur nú höfðað mál og krefst þess að fá staðfest að hún sé dóttir listamannsins.

Salvador Dali lést á Spáni árið 1989.

BBC greindi frá.

Fréttin verður uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert