Laus úr haldi al-Qaeda eftir 6 ár

Gustafsson hefur nú verið látinn laus eftir tæp 6 ár …
Gustafsson hefur nú verið látinn laus eftir tæp 6 ár í haldi. AFP

Svíinn, Joahn Gustafsson, sem hefur verið í haldi hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda á Malí frá árinu 2011, hefur verið látinn laus mun snúa aftur til Svíþjóðar, eins fljótt og auðið er, samkvæmt frétt AFP-fréttastofunnar. Það var utanríkisráðherra Svíþjóðar, Margot Wallstrom, sem greindi frá tíðindunum.

„Ég er búin að tala við Johan. Honum líður vel en tilfinningarnar á þessari stundu eru við það að bera hann ofurliði,“ sagði Wallstorm í samtali við sænska ríkisútvarpið.

Gustafsson, sem er 42 ára, var tekin fanga í Timbúktú í norðurhluta Malí í nóvember árið 2011, ásamt Suður-Afríkumanninum Stephen McGowan og Hollendingnum Sjaak Rijke. Sá síðarnefndi var frelsaður af frönsku sérsveitinni árið 2015, en ekki er vitað um afdrif McGowan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert