Tröllatyppið mun rísa á ný

Norðmenn harma typpið mikið, en það stóð eitt sinn glæst …
Norðmenn harma typpið mikið, en það stóð eitt sinn glæst upp í loftið og dró að sér margan ferðamanninn. AFP

Norðmenn hafa komið saman og safnað næstum 160 þúsund norsk­um krón­um, sem samvarar um tveimur millj­ónum ís­lensk­ra krón­a, til að reisa hið ástsæla Tröllatyppi við, reðurlaga bergdrangan sem eyðilagðist um helgina af völdum ódæðismanna.  

Bergmyndunin er kölluð „Trollpikken“ eða Tröllatyppið og er að finna í Eiger­sund suður af Stafangri í Nor­egi. Á laug­ar­dag sá hóp­ur fólks sér svo til mik­ill­ar skelf­ing­ar að stein­inn var brot­inn og typpið því fallið til jarðar eins og kemur fram í grein mbl um brotið um helgina. Í sár­inu sem myndaðist sáust hol­ur sem sér­fræðing­ar telja að séu eft­ir bor­vél. Því þykir ljóst að berg­mynd­un­in hafi verið skemmd að yf­ir­lögðu ráði.

Hópur fólks kom að typpinu brotnu á laugardaginn. Norðmenn neita …
Hópur fólks kom að typpinu brotnu á laugardaginn. Norðmenn neita að láta kyrrt liggja og hafa núþegar safnað 160 þúsund norskum krónum fyrir ákallinu „Tröllatyppið mun rísa aftur“. AFP


Stuttu eftir að typpið brotnaði hóf athafnamaður af svæðinu hópfjármögnun, til að setja typpið aftur saman. Tveimur dögum síðar hafa næstum þúsund manns svarað ákallinu „Tröllatyppið mun rísa á ný“ og næstum tvær milljónir íslenskra króna hafa safnast, um 160 þúsund norskar krónur.

Typpið hafði mikið aðdráttarafl og hef­ur dregið marg­an ferðamann­inn á Eigersund og svæðið í kring og því var eyðileggingin mikill missir fyrir ferðamannaþjónustu svæðisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert