Fimm ára drengur meðal látinna

Isaac Paulous var fimm ára gamall.
Isaac Paulous var fimm ára gamall. ljósmynd/Breska lögreglan

Fimm ára gamall drengur, Isaac Paulous, er meðal þeirra sem lét­ust í brunanum í Grenfell-turni fyrr í mánuðinum. Er hann yngsta fórnarlambið sem hefur verið nafngreint. Breskir miðlar greina frá þessu.

Drengurinn bjó með fjölskyldu sinni á 18. hæð turnsins, en líkamsleifar hans fundust á 13. hæð. Voru tannlæknagögn notuð til að bera kennsl á hann. Talið er að hann hafi látist úr reykeitrun.

„Ástkær sonur okkar Isaac var tekinn frá okkur þegar hann var aðeins fimm ára gamall,“ segir í yfirlýsingu frá fjölskyldu hans. „Við munum öll sakna góða, orkumikla, umhyggjusama stráksins okkar.“

Þar segir jafnframt að Isaac hafi verið ljúfur drengur sem var elskaður af vinum sínum og fjölskyldu. „Við munum sakna hans að eilífu, en við vitum að Guð er að passa upp á hann núna og hann er öruggur á himnum.“

Yf­ir­völd hafa gefið út að 79 hafi lát­ist í brun­an­um en ótt­ast er að sú tala eigi enn eft­ir að hækka.

Frétt Sky News.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert