Sex vígamenn handteknir í Evrópu

AFP

Sem grunaðir liðsmenn Ríkis íslams voru handteknir í Evrópu í morgun í sameiginlegum aðgerðum lögreglu undir stjórn spænsku lögreglunnar. Mennirnir voru handteknir í Þýskalandi, Spáni og Bretlandi en þær eru liður í rannsókn spænsku lögreglunnar á vígasamtökunum á Spáni.

Hópur innan Ríkis íslams, með höfuðstöðvar á Mallorka, annaðist söfnun nýliða fyrir vígasamtökin á Spáni. Leiðtogi þeirra er 44 ára en sam-evrópsk handtökuskipun hafði verið gefin út á hendur honum. Hann var handtekinn í Bretlandi. 

Rannsókn málsins hófst árið 2015 þegar lögreglan komst yfir myndskeið á netinu þar sem fjallað var um ungan múslíma sem var búsettur á Spáni. Hvernig skoðanir hans breyttust og hann fór til Sýrlands til þess að berjast fyrir Ríki íslams. 

Hópurinn skipulagði vikulega fundi þar sem þeir kynntu ungu fólki hugmyndafræði sína og reyndu að fá það til þess að fara á stríðssvæði og taka þátt í bardögum.

Fjórir voru handteknir í Palma, höfuðstað Mallorka, einn í Þýskalandi og einn í Bretlandi. Húsleitir standa enn yfir í Bretlandi og Þýskalandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert