Mafían í útrás

AFP

Mafían á Sikiley er byrjuð að leita að nýjum viðskiptatækifærum í Þýskalandi vegna þess hversu slæmt efnahagsástandið er í suðurhluta Evrópu og eins aðgerðir ítalskra yfirvalda gegn skipulagðri glæpastarfsemi.

Guardian fjallar um landvinninga mafíunnar en þýsk yfirvöld hafa þegar gripið til aðgerða varðandi fíkniefnaviðskipti í suðvesturhluta landsins.

Nítján voru handteknir grunaðir um fíkniefnaviðskipti og hald lagt á vörur og peninga - alls fjórar milljónir evra í bænum Villingen-Schwenningen 21. júní. Um sameiginlegar aðgerðir lögreglunnar í Palermo á Ítalíu og þýsku rannsóknarlögreglunnar.

Vitað er að glæpasamtökin eru starfandi í Rottweil og Stuttgart í Baden-Württemberg, sem liggur á landamærum Frakklands og Sviss. Fátækt er hvergi minni í sextán ríkjum Þýskalands en þar.

Guardian hefur eftir ítölskum yfirvöldum smyglaði hópurinn mörgum tonnum af maríjúana og kókaíni frá Albaníu til Þýskalandi. Ágóðinn var síðan þveginn í spilakössum sem glæpamennirnir þvinguðu eigendur kráa og verslana að setja upp.

Ítalska lögreglan telur að hagnaðurinn af eiturlyfjasmyglinu sé síðan notaður til þess að kaupa vopn á Balkanskaganum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert