Reyndi að aka á fólk við mosku í París

AFP

Maður hefur verið handtekinn í París eftir að hafa reynt að aka bifreið inn í hóp fólks fyrir utan mosku í úthverfinu Creteil. Að sögn lögreglu sakaði engan. Ekki liggur fyrir hvað manninum gekk til en hann lenti á tálmum sem reistir höfðu verið fyrir utan bænahúsið.

Samkvæmt Le Parisien sagðist maðurinn vilja hefna fyrir árásir tengdar Ríki íslams sem hafa verið framdar í París síðustu ár.

Í síðustu viku var breskur maður ákærður fyrir morð og tilraun til morðs eftir að hann ók bílaleigubíl inn í hóp múslima fyrir utan mosku kvöldið 19. júní.

Guardian sagði frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert