Beittu saríni á almenna borgara

Frá bænum Khan Sheikhun - holan í veginum en ljóst …
Frá bænum Khan Sheikhun - holan í veginum en ljóst er að hluturinn sem hafnaði á veginum og myndaði holuna innihélt sarín-taugagas. AFP

Sarín-taugagasi var beitt í árásinni á sýrlenska þorpið Khan Sheikhun 4. apríl. Þetta er niðurstaða rannsóknar alþjóðlegu efnavopnastofnunarinnar OPCW (Organisation for the Prohibition of Chemical Weapons). Skýrsla stofnunarinnar er ekki opinber en fjölmiðlar hafa komist yfir hana og birtu í nótt upplýsingar úr henni.

Fyrirhuguð er sameiginleg rannsókn Sameinuðu þjóðanna og OPCW á því hvort sýrlenski stjórnarherinn hafi verið á bak við árásina.

Í skýrslunni kemur meðal annars fram að stór hópur fólks hafi komist í snertingu við sarín eða efni sem innihalda sarín þennan umrædda dag. Hluti hópsins lést. Talið er fullvíst að sarín-gasið hafi verið inni í hlutnum sem sprakk á veginum við þorpið en þar myndaðist gígur. Það er niðurstaða stofnunarinnar að ekki komi annað til greina en að sarín hafi verið beitt sem efnavopni á þorpið.

Að minnsta kosti 87 létust, þar á meðal fjölmörg börn, í árásinni. Bandaríkin, Frakkland og Bretland hafa öll lýst því yfir að enginn vafi leiki á að hersveitir forseta Sýrlands, Bashar al-Assad, hafi staðið á bak við árásina.

Í kjölfarið gerði Bandaríkjaher árás á herstöð sýrlenska hersins en bandarísk yfirvöld segja að efnavopnárásin hafi verið gerð þaðan. 

Sjúkrastofa í Khan Sheikhun.
Sjúkrastofa í Khan Sheikhun. AFP

Sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ, Nikki Haley, segir í yfirlýsingu að hún beri fullt traust til skýrslu OPCW sem fjallar um notkun sarín-taugagass í Sýrlandi.

„Nú þegar við vitum sannleikann, sem ekki er hægt að afneita, verður farið í sjálfstæða rannsókn til þess að hægt verði að staðfesta nákvæmlega hver beri ábyrgð á þessari hrottalegu árás. Þannig getum við náð fram réttlæti fyrir hönd fórnarlambanna,“ segir Haley.

Sameiginlegt rannsóknarteymi OPCW-SÞ hefur þegar lýst því yfir að Sýrlandsher hafi staðið á bak við efnavopnaárás á þrjú þorp í Sýrlandi á árunum 2014 og 2015. Eins að Ríki íslams hafi einnig beitt efnavopnum árið 2015. Rússar, sem eru helstu bandamenn stjórnvalda í Sýrlandi, telja hins vegar að niðurstaðan sé röng.

Sýrlensk börn fá aðhlynningu á sjúkrahúsi í bænum Maaret al-Noman …
Sýrlensk börn fá aðhlynningu á sjúkrahúsi í bænum Maaret al-Noman eftir efnavopnaárásina á Khan Sheikhun. AFP

Á Vísindavef Háskóla Íslands segir um sarín: 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert