Eldflaugaskot frá Norður-Kóreu

AFP

Yfirvöld í Norður-Kóreu skutu upp eldflaug skammt frá Panghyon flugvellinum í nótt sem endaði í Japanshafi 37 mínútum síðar. Japönsk yfirvöld hafa mótmælt skotinu og segja það sýna að hættan hafi aukist á þessu svæði.

Undanfarna mánuði hafa yfirvöld í Pyongyang ítrekað gert kjarnorku- og eldflaugatilraunir sem hefur aukið spennuna á Kóreuskaga.

Að sögn yfirvalda í Suður-Kóreu var flauginni skotið á loft klukkan 9:40 að staðartíma, klukkan 00:40 að íslenskum tíma og flaug hún í um það bil 930 km áður en hún hafnaði í hafinu. Hafsvæðið er að sögn Japana í þeirri lögsögu.

Bandarísk yfirvöld telja að skotið sé ekki ógn við Bandaríkin en í dag er þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna haldinn hátíðlegur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert