Hvetja Norður-Kóreu til að hætta tilraunum

Vladimir Putin og Xi Jinping ræða saman í Mosvku í …
Vladimir Putin og Xi Jinping ræða saman í Mosvku í dag. AFP

Rússar og Kínverjar hafa hvatt Norður-Kóreu til að hætta eldflauga- og kjarnorkutilraunum. Stjórnvöld í Pyongyang til­kynntu í dag að ríkið væri orðið kjarn­orku­veldi.

Xi Jinping, forseti Kína, fundaði með Vladimír Pútín Rússlandsforseta vegna málsins í Moskvu í dag.

Tilraunir Norður-Kóreu með langdrægar flaugar í nótt hafa verið fordæmar en norðurkór­eski her­inn skaut upp eld­flaug skammt frá Pang­hyon-flug­vell­in­um í nótt sem endaði för sína í Jap­ans­hafi 37 mín­út­um síðar.

Rússar og Kínverjar kalla einnig eftir því að hlé verði gert á vígbúnaðakapphlaupi Suður-Kóreu og Bandaríkjanna á suðurhluta Kóreuskaga.

Norður-Kórea segir að flaug­in geti hitt skot­mörk hvar sem er í heim­in­um. Stjórnvöld í Bandaríkjunum og Rússlandi fullyrða hins vegar að um meðaldræga flaug sé að ræða og að íbú­um ríkja þeirra stafi ekki ógn af flaug­inni.

Und­an­farna mánuði hafa yf­ir­völd í Pyongyang ít­rekað gert kjarn­orku- og eld­flauga­til­raun­ir sem hafa aukið spenn­una á Kór­eu­skaga.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert