Óska eftir neyðarfundi í Öryggisráðinu

AFP

Bandaríkjamenn óskuðu í dag eftir neyðarfundi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna eftir að Norður-Kórea lýsti því yfir í morgun að ríkið væri orðið kjarnorkuveldi.

Til­raun­ir Norður-Kór­eu með lang­dræg­ar flaug­ar í nótt hafa verið for­dæm­dar en norðurkór­eski her­inn skaut upp eld­flaug skammt frá Pang­hyon-flug­vell­in­um í nótt sem endaði för sína í Jap­ans­hafi 37 mín­út­um síðar.

Gert er ráð fyrir því að fundurinn í Öryggisráðinu fari fram á morgun. 

Kínverjar og Rússar hafa hvatt nágranna sína í Norður-Kóreu til að láta af þessum tilraunum en Xi Jin­ping, for­seti Kína, fundaði með Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seta vegna máls­ins í Moskvu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert