Sætta sig ekki við aðgerðir Norður-Kóreu

Ríkisrekna fréttastofan í Norður-Kóreu, KCNA, birti þessa mynd af eldflauginni …
Ríkisrekna fréttastofan í Norður-Kóreu, KCNA, birti þessa mynd af eldflauginni sem skotið var á loft. AFP

Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir eldflauga- og kjarnorkutilraunir Norður-Kóreu „nýja ógn við heiminn“. Stjórnvöld í Norður-Kóreu tilkynntu í dag að ríkið væri orðið kjarnorkuveldi.

Til­raun­ir Norður-Kór­eu með lang­dræg­ar flaug­ar síðastliðna nótt hafa verið for­dæmd­ar en norðurkór­eski her­inn skaut upp eld­flaug skammt frá Pang­hyon-flug­vell­in­um í nótt sem endaði för sína í Jap­ans­hafi 37 mín­út­um síðar.

Tillerson sagði að hættan sem stafaði af Norður-Kóreu hefði stigmagnast við þetta. Hann bætti því við að stjórnvöld í Bandaríkjunum myndu aldrei sætta sig við að Norður-Kórea væri kjarnorkuveldi. 

Áður höfðu Bandaríkjamenn óskað eftir neyðarfundi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, þar sem aðgerðir Norður-Kóreu verða ræddar.

Bandarískir embættismenn telja að Norður-Kóreumenn geti skotið eldflaug til Alaska. Sérfræðingar telja hins vegar hæpið að eldflaugin geti hitt skotmark af mikilli nákvæmni.

Und­an­farna mánuði hafa yf­ir­völd í Pyongyang ít­rekað gert kjarn­orku- og eld­flauga­tilraun­ir sem hafa aukið spenn­una á Kór­eu­skaga.

Að sögn yf­ir­valda í Suður-Kór­eu var flaug­inni skotið á loft klukk­an 9:40 að staðar­tíma, klukk­an 00:40 að ís­lensk­um tíma, og flaug hún í um það bil 930 km áður en hún hafnaði í haf­inu. Hafsvæðið er að sögn Jap­ana í þeirri lög­sögu.

Rúss­ar og Kín­verj­ar hafa hvatt Norður-Kór­eu til að hætta eld­flauga- og kjarn­orku­tilraun­um. Xi Jin­ping, for­seti Kína, fundaði með Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seta vegna máls­ins í Moskvu í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert