Ruddust inn í þinghúsið

Búið um sár þingmanns.
Búið um sár þingmanns. Ljósmynd/Julio Borges

Í kringum hundrað stuðningsmenn ríkisstjórnar Venesúela hafa ruðst inn í þinghús landsins og ráðist þar á þingmenn. Vitni segja árásina hafa átt sér stað eftir að þingið kom saman til að fagna sjálfstæðisdegi landsins.

Herlögregla við þingið stóð aðgerðalaus á meðan múgurinn réðst inn vopnaður spýtum og málmrörum ýmiss konar, að því er AFP greinir frá.

Fjöldi mótmæla hefur verið í Venesúela undanfarna mánuði en íbúar landsins hafa þurft að þola mikla efnahagskreppu.

„Þetta er ekki jafn sárt og það að sjá á hverjum degi hvernig við erum að missa landið okkar,“ sagði þingmaðurinn Armando Armas við fréttamenn á sama tíma og hann fór upp í sjúkrabíl, vafinn blóðugum sáraumbúðum.

Forseti þingsins, Julio Borges, skýrir frá því á Twitter hvaða þingmenn hafi særst í árásinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert