Samkynhneigðir Maltverjar geta líklega gifst

Joseph Muscat, forsætisráðherra Möltu, með konu sinni Michelle Muscat og …
Joseph Muscat, forsætisráðherra Möltu, með konu sinni Michelle Muscat og tveimur dætrum þeirra. Stuðningsmenn hans fagna honum þegar hann sór embættiseið 5. júní síðastliðinn. AFP

Kosið verður um lögleiðingu hjónabands samkynhneigðra á Möltu á morgun. Talið er líklegt að lögin verði samþykkt en ljóst er að einhugur ríkir ekki um frumvarpið og hafa nokkrir þingmenn lýst andstöðu sinni á því. CNN greinir frá. 

Talsvert miklar breytingar hafa orðið á maltnesku samfélagi undanfarin ár þar sem kaþólsk trú er ríkjandi. Til að mynda voru hjónaskilnaðir lögleiddir eftir þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2011. Í fyrra varð Malta fyrst Evrópulanda til að banna meðferðir sem eiga að „lækna“ samkynhneigð.

Ef lögin verða samþykkt munu samkynhneigð hjón einnig geta ættleitt börn.   

Joseph Muscat, forsætisráðherra Möltu, sagði að eitt af áherslumálum hans yrði að lögleiða hjónaband samkynhneigðra eftir að hann komst til valda. 

Edwin Vassallo, þingmaður Þjóðernisflokksins, sakar Muscat um að eyðileggja maltneskt samfélag og segir hjónaböndin „stríða gegn náttúrulögmálum“. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert