Þrettán ára lagði ein á flótta

Elizabeth á að giftast manni sem hún þekkir ekki neitt. …
Elizabeth á að giftast manni sem hún þekkir ekki neitt. Hún reynir að bjarga sér út úr þessum aðstæðum með því að mennta sig. Ljósmynd/UNICEF

Í þorpinu Abou Boutila í austurhluta Kamerún er hin þrettán ára gamla Elizabeth að gera sig klára fyrir skóladaginn. Henni gengur vel í náminu og dreymir um að verða læknir svo hún geti hjálpað börnum. Traust menntun og björt framtíð var ómöguleg í heimalandi hennar, Mið-Afríkulýðveldinu. Þar hefur blóðugt borgarastríð geisað árum saman. Er árás var gerð á þorpið sem hún bjó í týndi móðir hennar lífi og Elizabeth varð viðskila við föður sinn. 

Hún var ein á báti og skelfingu lostin. Við þessar erfiðu aðstæður varð hún að flýja til nágrannalandsins Kamerún. Hún var ættleidd af fósturfjölskyldu en það kostaði sitt: Hún var lofuð manni sem hún þekkti ekkert. Með aðstoð kennara síns tókst henni að halda menntun sinni áfram en hún á enn á hættu að vera þvinguð í hjónaband. 

Þrá að mennta sig

Elizabeth er meðal þeirra rúmlega sjö milljóna barna sem eru á flótta í Vestur- og Mið-Afríku. Börnin eru sum hver í sömu stöðu og hún, ein á ferð. Þau flýja átök, loftslagsbreytingar og fátækt, stundum innan síns heimalands en oft til nágrannaríkjanna. Evrópa er langt undan seilingar fyrir þennan hóp flóttafólks. Menntun er einn af drifkröftum flóttans. Ungt fólk þráir tækifæri til að eiga gott líf fyrir höndum, segir í nýrri skýrslu UNICEF um börn á flótta í Vestur- og Mið-Afríku.

Margir flýja heimkynni sín í leit að betri tækifærum til …
Margir flýja heimkynni sín í leit að betri tækifærum til menntunar. Ljósmynd/UNICEF

Hin unga Elizabeth leyfir sér að dreyma um að giftast einhverjum sem hún elskar. „Ég veit að menntun er eina leiðin fyrir mig til að láta drauma mína rætast,“ segir hún. Á átakasvæðum eins og er að finna í hennar heimshluta eru stúlkur og ungar konur sérstaklega viðkvæmar fyrir ofbeldi, áreiti og ýmissi misnotkun. Við slíkar aðstæður er oft litið á að hjónaband á unga aldri sem forvörn. 

Barnahjónabönd eru nokkuð algeng í Kamerún. Fátækir íbúar freistast til að gifta ungar dætur sínar til að hafa færri maga að metta. 

Líkt og þúsundir annarra flóttamanna flúði Elizabeth undan átökum og hóf leit að betra lífi. Hún hefur nú lagt hornstein að bættum lífsgæðum og bjartari framtíð með menntun sinni. En hún á þó enn langt í land að takmarki sínu. 

Tafarlausra aðgerða þörf

UNICEF hvet­ur áfram stjórn­völd í Vest­ur- og Mið-Afr­íku sem og í Evr­ópu og víðar, til að grípa taf­ar­laust til aðgerða og hafa eft­ir­far­andi að leiðarljósi í sinni vinnu:

- Verja börn á flótta og far­alds­fæti, sér­stak­lega fylgd­ar­laus börn, gegn of­beldi og misneyt­ingu.

- Hætta að hneppa í varðhald þau börn sem sækja um stöðu flótta­manns eða eru á far­alds­fæti.

- Halda fjöl­skyld­um sam­an en það er sterk­asta vopnið til að tryggja ör­yggi barna, veita þarf svo fjöl­skyld­un­um laga­lega stöðu.

- Halda öll­um börn­um á flótta og far­alds­fæti í námi, og veita þeim heil­brigðisþjón­ustu sem og aðra grunnþjón­ustu.

- Þrýsta á aðgerðir til að tak­ast á við und­ir­liggj­andi or­sak­ir hinn­ar stór­felldu aukn­ing­ar flótta­manna og fólks á far­alds­fæti í heim­in­um.

- Vinna gegn út­lend­inga­h­atri, mis­mun­un og jaðar­setn­ingu minni­hluta­hópa. 

Heims­for­eldr­ar hjálpa til við all­ar þess­ar aðgerðir.

UNICEF hvet­ur enn frem­ur al­menn­ing til að láta sig málið varða og sýna börn­um á flótta sam­stöðu og stuðning. Þetta átaks­verk­efni kall­ast #AChildIsAChild og hafa hundruð þúsunda manna tekið þátt í því á sam­fé­lags­miðlum.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert