Trump harðorður í garð Kínverja

Trump veifar áður en hann og Melania Trump halda áleiðis …
Trump veifar áður en hann og Melania Trump halda áleiðis til Evrópu. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti fór ófögrum orðum um Kína á Twitter-síðu sinni í dag þar sem hann benti á aukin viðskipti þeirra við Norður-Kóreu sé sönnun þess að Bandaríkin hafi ekki átt að treysta á Kína til að halda Norður-Kóreu í skefjum.

„Viðskipti á milli Kína og Norður-Kóreu jukust um næstum því 40% á fyrsta ársfjórðungi. Þar fór það að Kína myndi vinna með okkur en við urðum að láta á það reyna!“ skrifaði Trump á Twitter.

Hann hélt af stað til Póllands í morgun en þangað fer hann á leið sinni á fund G-20 ríkja sem fer fram í Hamborg í Þýskalandi um helgina. Xi Jinping, forseti Kína, er meðal ráðamanna sem munu funda með Trump í Hamborg.

Ummæli Trump koma degi eftir að eldflaugaskot Norður-Kóreu. Norðurkóreski herinn skaut upp eld­flaug skammt frá Pang­hyon-flug­vell­in­um aðfaranótt þriðjudags sem endaði för sína í Jap­ans­hafi 37 mín­út­um síðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert