Algjört ófriðarástand ríkir í Hamborg

Hátt í 200 lögregluþjónar hafa særst í átökum við mótmælendurn …
Hátt í 200 lögregluþjónar hafa særst í átökum við mótmælendurn og hefur ýmsum ráðum verið beitt á mótmælendurna, m.a. vatnsbyssum. AFP

Á annað hundrað lögregluþjónar hafa særst í átökum við mótmælendur í Hamborg í Þýskalandi síðan í gær en ófriðarástand ríkir í borginni þar sem leiðtogafundur G20-ríkjanna fer fram um helgina. Víða er búið að negla fyrir húsglugga, veitingamenn hafa skellt í lás og engin umferð fer um miðbæ borgarinnar. 

Fjölmiðlar alls staðar að úr heiminum hafa komið sér upp bækistöðvum í borginni og er fjöldi þeirra á Empire Riverside-hótelinu, miðsvæðis í borginni. Þar er engum hleypt inn eða út nema um starfsmannainngang bakdyramegin og fjölmiðlafólki eða öðrum gestum hótelsins bannað að standa nærri gluggum af ótta við að það veki athygli mótmælenda á hótelinu sem hafa gengið um borgina, brotið allt og bramlað og reynt að vinna sem mest tjón.

Mótmælendur eru búnir að berja í rúður hótelsins sem Lárus …
Mótmælendur eru búnir að berja í rúður hótelsins sem Lárus Páll Ólafsson dvelur á. Hótelgestum er haldið frá gluggunum til þess að egna ekki mótmælendurna. Ljósmynd/Lárus Páll Ólafsson

mbl.is komst í samband við Lárus Pál Ólafsson sem lenti í borginni í dag þar sem hann ætlaði að fagna afmæli þýsks vinar, tískuhönnuðarins Herr Von Eden, síns í borginni um helgina. Hann hefur haldið sig að mestu á hótelinu og segir að mótmælendur séu mjög reiðir. Hópar af svartklæddu fólki íklætt svörtum fötum, búið að hylja andlit sín og hár hafa oft komið fram hjá hótelinu og unnið skemmdir á gluggum þess. 

Tugir ef ekki hundruð lögreglubíla

Þar sem Lárus er umvafinn fjölmiðlafólki þá hefur hann náð að fylgjast ágætlega með því sem er í gangi í borginni og þegar mbl.is náði af honum tali þá var nýbúið að kalla út herinn. „Hér eru blaðamenn að segja að það séu 20 þúsund lögreglumenn í varðstöðu en samt er verið að kalla út herinn,“ segir Lárus.

Mótmælendurnir eru búnir að hylja andlit sín og hár. „FCK …
Mótmælendurnir eru búnir að hylja andlit sín og hár. „FCK G20“ stóð á skilti sem einn þeirra hélt yfir höfði sér. Mótmælendurnir eru flestir and-kapítalískir. AFP

Herbergi hans er á 17. hæð og fyrir vikið hefur hann ágæta yfirsýn yfir borgina. „Þú sérð lögregluhópa allt um kring. Hér eru tugir ef ekki hundruð lögreglubíla,“ segir Lárus. „Niðri er allt tryllt og mótmælendur eru að brjóta rúður.“

Áætla að mótmælendur séu um 100 þúsund

Lárus segir mótmælendurna sem búnir eru að hylja andlit sín ferðast saman í hópum, og það ekki litlum heldur telur hver hópur þúsundir mótmælenda. „Þeir eru að gefa fingurinn og djöflast. Hér eru allir rosalega hræddir, það þarf svo lítið að bregða út af að allt sjóði upp úr,“ segir Lárus.

Hann segir fjölmiðlana áætla mótmælendafjöldann fyrir utan hótelið á bilinu 12 til 15 þúsund manns í strollum og ganga þeir um með hamra og reyna að vinna sem mestar skemmdir á eigum annarra.

Átök hafa brotist út milli mótmælenda og lögegluliða um alla …
Átök hafa brotist út milli mótmælenda og lögegluliða um alla borg. Umferð er stopp, fólk er búið að negla fyrir húsglugga og veitingamenn hafa skellt í lás. AFP
Lögregla ber skyldi og hjálma til varnar gegn árásum mótmælenda.
Lögregla ber skyldi og hjálma til varnar gegn árásum mótmælenda. AFP
Lárus Páll segir mótmlendurna gefa fólki fingurinn og djöflast.
Lárus Páll segir mótmlendurna gefa fólki fingurinn og djöflast. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert