Sömdu um vopnahlé í Suður-Sýrlandi

Lavrov á blaðamannafundi í Hamborg.
Lavrov á blaðamannafundi í Hamborg. AFP

Rússland og Bandaríkin hafa náð samkomulagi um vopnahlé í Suður-Sýrlandi sem hefjast mun á sunnudag. Þetta segir utanríkisráðherra Rússlands, Sergei Lavrov, á blaðamannafundi í Hamborg.

Lavrov segir að vopnahléið verði undir eftirliti rússneskrar herlögreglu í samstarfi við Jórdani og Bandaríkjamenn.

Bandaríkin hafa leitt fjölþjóðlega fylkingu í baráttu gegn Ríki íslams í Sýrlandi og Írak síðan árið 2014.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert