Hafa áhyggjur af elgjum, ekki eldflaugum

Anchorage, stærsta borg Alaska.
Anchorage, stærsta borg Alaska.

Íbúar Alaska hafa í gegnum söguna þurft að þola ýmiss konar ógnir sem að þeim hafa steðjað utan frá. Ríkið varð enda fyrir sprengjuárásum og tvær eyjar þess hernumdar af Japönum í síðari heimsstyrjöldinni. Og í kalda stríðinu var enginn staður Bandaríkjanna nær erkióvininum í Rússlandi.

En enginn virðist hafa nokkrar áhyggjur þessa dagana, að því er fram kemur í umfjöllun Washington Post.

Tilraun Norður-Kóreu með langdræga kjarnaflaug í síðustu viku olli vangaveltum um hvort slík flaug geti nú drifið frá Kóreuskaganum og yfir á þetta stærsta ríki Bandaríkjanna. Fjölmennasta borgin, Anchorage, væri þá raunhæfasta skotmarkið ætli menn sér á annað borð að skjóta sprengju á loft og yfir Kyrrahafið.

Íbúar borgarinnar hafa rætt um möguleikann á sprengjuárás í fleiri áratugi og leiða þetta því hjá sér. Frekar einbeita þeir sér að áþreifanlegri hættum, á borð við snjóflóð, árásir bjarna á tjaldstæðum, bátaslysum og jarðskjálftum.

„Ég hef áhyggjur af elgjum, ekki eldflaugum,“ segir borgarstjóri Anchorage, Ethan Berkowitz, í samtali við dagblaðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert