Macron tróð sér leið að Trump – Myndskeið

Macron virðist ekki lítið sáttur við ákvörðunina.
Macron virðist ekki lítið sáttur við ákvörðunina. AFP

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, yfirgaf þá stöðu sem honum var ætlað að hafa á hópmynd af leiðtogum G20-ríkjanna í lok fundar þeirra í gær. Stakk hann sér niður í gegnum þvöguna að því er virðist til að geta staðið við hlið Donald Trumps Bandaríkjaforseta.

Sjá má hvar Angela Merkel Þýskalandskanslari slær létt á öxl Macrons til að reyna að stöðva för hans, en Macron virðist ákveðinn í þessum leiðangri sínum.

Smokraði hann sér þannig meðal annars fram hjá Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, og Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, áður en hann kyssti Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs. Endaði hann leið sína við hlið Trumps og stóð um leið nokkuð út úr hópnum, en virtist ekki láta það á sig fá. Breska dagblaðið Telegraph birtir eftirfarandi myndband af atvikinu:

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Mánatún 3ja herb. m. stæði í bílagemyslu
Glæsileg 3ja herb. íbúð á 5 hæð með stæði í bílageymlsu til leigu. Allar innrétt...
GERFIHNATTADISKUR FIBER 180 CM
180 cm Satelit diskur ásamt öllu sem til þarf. ,,Polar Mount,, heitgalvaniserað,...
Krossgátufjör nr. 2
Nýtt 32ja blaðsíðna krossgátublað með 55 krossgátum af margvíslegum stærðum og f...
Flottur amerískur á 199þ.
Crysler Concord 1999 með öllu,ekinn 230þ.km. skoðaður 18, gott verð 199000 uppl...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Hollvinasamtaka Heilsustofn...
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur Kjósarhreppur a...
Breyting á aðal- og deiliskipulagi
Tilkynningar
Auglýsing um skipulag á Akranesi Till...
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur auglýsir skv....