Æfingin „viðhald“ til bjargar gömlum stríðsvögnum

Samkvæmt skýrslunni fá flestar deildir hersins falleinkunn.
Samkvæmt skýrslunni fá flestar deildir hersins falleinkunn. Mynd/forsvaret.no

Stórir hlutar norska hersins eru illa í stakk búnir til að grípa til varna steðji ógn að Noregi, landherinn er „undirmannaður og úthaldslaus“ og mun á skammri stundu kikna undan álaginu og falla saman komi til stríðs eða neyðarástands.

Þetta er meðal niðurstaðna leynilegrar skýrslu norskra heryfirvalda sem dagblaðið Klassekampen hefur undir höndum, en í skýrslunni fer Haakon Bruun-Hanssen, æðsti yfirmaður heraflans, yfir ástandið á fjársveltum her sem þó fékk 49,1 milljarðs norskra króna fjárveitingu árið 2016, jafnvirði tæplega 620 milljarða íslenskra króna.

Einkunn landhers, flughers, heimavarnaliðs, netvarnadeildar (cyberforsvaret) og vörustjórnunardeildar hersins er sú sama, „óviðunandi“, og sleppa aðeins sjóherinn og sérsveitirnar undan fallöxinni.

Geta eingöngu varist stutta stund

Bruun-Hanssen fer ekki í neinar grafgötur með stöðuna. Í árslok 2016 þótti sýnt fram á að eingöngu mjög afmarkaðar herdeildir væru í stakk búnar til að bregðast við og standa klárar til orrustu innan þeirra tímamarka sem miðað er við komi til stríðs eða alvarlegra ógnana gagnvart landinu. Ekki var nóg með það heldur er því einnig slegið föstu að þeir, sem þó nái að standa klárir á vígvellinum tímanlega, geti ekki varist af fullum krafti nema í mjög takmarkaðan tíma.

Aðeins sjóher og sérsveitir norska hersins sleppa við fallöxi höfunda ...
Aðeins sjóher og sérsveitir norska hersins sleppa við fallöxi höfunda skýrslunnar. Mynd/forsvaret.no

Eina deild hersins sem beinlínis hlýtur ástandseinkunnina „gott“ eru sérsveitirnar sem telst þó skammgóður vermir þegar svo margt annað er bókstaflega í hers höndum en útbúnaður hersins er svo sérkafli þar sem allar viðhaldsáætlanir eru svo langt á eftir að þrátt fyrir að 2,4 milljarðar norskra króna hafi verið settir sérstaklega til hliðar eingöngu til að sinna viðhaldi véla, tækja og annars búnaðar næstu fjögur ár dugi það engan veginn til.

Æfingin „viðhald“

Þótti ástandið orðið svo bágborið snemma árs í fyrra að um vorið var sérstakri „her“æfingu hleypt af stokkunum sem gekk einfaldlega undir heitinu Æfingin viðhald (n. Øvelse vedlikehold) og gekk út á að töluverðum mannafla var ráðstafað í að fara í gegnum og sinna reglubundnu viðhaldi á ýmsum ökutækjum og stríðsvögnum auk vopnakerfa og annars búnaðar.

„Það sem einkum er aðfinnsluvert er skortur á kunnáttu, skortur á mannskap í stjórnkerfi hersins, [...] aldur búnaðar, skortur á varahlutum og síðbúið viðhald sem orsakar skerta getu til heræfinga,“ segir meðal annars í niðurlagi skýrslunnar sem er ein sú svartasta í áraraðir hvað ástand landvarna snertir.

Sven Halvorsen, fjölmiðlafulltrúi hersins, kveður herinn ekki geta tjáð sig um innihald leynilegra skýrslna þegar Klassekampen leitar eftir viðbrögðum hans en segist þó almennt geta sagt að lengi hafi verið bent á að norski herinn standi höllum fæti og Bruun-Hanssen hafi falast eftir auknum fjárveitingum sem hann hafi fengið í formi langtímafjárveitingaáætlunar. Nú sé stefnan að hrinda í framkvæmd aðgerðaáætlun sem þoki ástandi hersins í rétta átt.

Mynd/forsvaret.no
mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Harðviður til húsbygginga
Lokað verður frá 12. nómember til 5. desember. Harðviður til húsabygginga Sjá ná...
Ódýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir ...
Kolaportið sjávarmegin-plötuportið.
Mikið úrval af ýmsum gömlum plötum Low, Pinups, Diamond Dogs, Aladin Sane, o.f...
Starttæki 560 amper start 60 amp hleðsla
Öflug startæki , gott verð 12 og 24 volt með klukkurofa, til á lager . 230 volt ...
 
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...
L helgafell 6017121319 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017121319 VI Mynd af au...
Leiðsögumaður
Ferðaþjónusta
Leiðsögumaður óskast Glacier Adventure...
Kröflulína
Tilkynningar
Mynd af auglýsingu ...