Rekin fyrir rasísk ummæli

Theresa May forsætisráðherra Bretlands segir ólíðandi að nota rasísk ummæli …
Theresa May forsætisráðherra Bretlands segir ólíðandi að nota rasísk ummæli um menn og málefni. AFP

Breska þingkonan Anne Marie Morris var rekin úr Íhaldsflokknum vegna rasískra ummæla sem hún lét falla í tengslum við umræðu um Brexit. Hún lét þessi orð falla í London nýverið. BBC greinir frá.

„Ég biðst innilega afsökunar á þessum ummælum sem ég lét falla óvart,“ sagði Morris við BBC. Samkvæmt upptökum sem Huffington Post er með undir höndum notar Morris orðið „negri“ þegar hún ræðir um mögulega Brexit-samninga sem yrðu óhagstæðir fyrir Bretland að hennar mati. 

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagðist vera „brugðið“ yfir ummælum hennar sem væru algjörlega „ólíðandi“ bæði í stjórnmálum sem og í samfélaginu öllu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert