Festist inni í hraðbanka

Viðskiptavinur heyrði lága rödd koma út úr hraðbankanum og hringdi ...
Viðskiptavinur heyrði lága rödd koma út úr hraðbankanum og hringdi á lögregluna.

Karlmaður sem festist á bak við hraðbanka í Texas sendi viðskiptavinum bankans skilaboð um raunir sínar í gegnum rauf sem kvittanir fyrir viðskiptin koma út um. 

Lögreglan í Corpus Christi segir að maðurinn hafi fest sig inni í litlu rými að baki hraðbankanum á miðvikudag í síðustu viku er hann var að skipta um lás á hurðinni. Hann hafði skilið símann sinn eftir úti í bíl og er hann hafði skipt um lásinn áttaði hann sig á því að hann gat ekki opnað dyrnar.

Þá voru góð ráð dýr og maðurinn greip að lokum til þess ráðs að skrifa miða með skilaboðum til þeirra sem voru að nota bankann. „Ég er fastur hérna,“ stóð m.a. á miðanum. Viðskiptavinur sem áttaði sig á hvernig í pottinn væri búið hringdi á lögregluna. Sá sagðist hafa heyrt lága rödd koma úr hraðbankanum.

Lögreglan kom fljótt á vettvang og kom manninum til bjargar, segir í frétt AP-fréttastofunnar um málið.

mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
Vefverslun með ljósmyndavörur
Vefverslun ljosmyndari.is Sendum frítt um land allt. Við erum með gott úv...
UNDIR ÞESSU MERKI SIGRAR ÞÚ
Hálsmen úr silfri 6.900 kr., gulli 49.500 kr., (silfur m. demanti 11.500 kr., g...
antik flott innskotsborð innlögp plata
er me falleg innskotsborð,innlögð rós í plötu í góðu standi.fæst á 45,000 kr sí...
 
Tilboð óskast skólavegi
Húsnæði í boði
TILBOÐ ÓSKAST í húseignina Skólaveg 3 ...
L helgafell 6017121319 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017121319 VI Mynd af au...
Álagning vanrækslugjalds
Nauðungarsala
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum Auglýsin...
Onik 2017 20 skýli fyrir hleðslustöðvar
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunn...