Framleiða meira af plútoni

Nýjar hitamyndir frá kjarnorkuverksmiðju í Norður-Kóreu sýna að ríkið hefur …
Nýjar hitamyndir frá kjarnorkuverksmiðju í Norður-Kóreu sýna að ríkið hefur framleitt meira af plútoni við vopnaframleiðslu en áður hefur verið talið. AFP

Nýjar hitamyndir frá kjarnorkuverksmiðju í Norður-Kóreu sýna að ríkið hefur framleitt meira af plútoni við vopnaframleiðslu en áður hefur verið talið.

„Það hafa í það minnsta verið gerðar tvær ófrágreindar endurvinnsluherferðir til framleiðslu óákveðins magns plútoníums sem eykur enn frekar á kjarnorkuvopnabirgðir Norður-Kóreu,“ segja rannsóknarmenn við John Hopkins-háskólann í Bandaríkjunum.  

Aukin starfsemi sást einnig í hluta byggingarinnar sem framleiðir úran en óljóst er hvort það sé vegna aukinnar framleiðslu á vopnum eða sem hluti af viðhaldi.

Norður-Kórea hefur stýrt fimm neðanjarðarkjarnorkuprófunum frá árinu 2006. Ríkið hefur greint frá því að það þurfi á kjarnorkuvopnum að halda til þess að verjast innrásum.

Spennan eykst milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna í kjölfar þess að ríkið gerði tilraun með langdræga eldflaug í síðustu viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert