Minningarathöfn um nóbelsverðlaunahafann

Fleiri þúsund manns tóku þátt í minningarathöfn um nó­bels­verðlauna­haf­ann og aðgerðasinn­an Liu Xia­o­b í Hong Kong í kvöld. Ösku hans hefur þegar verið dreift tveimur dögum eftir að hann lést úr lifrarkrabbameini. Hann hafði setið í fangelsi frá árinu 2008 þegar kínversk stjórnvöld hnepptu hann í hald. 

Á minningarathöfninni var sýnt myndband af eiginkonu hans, Liu Xia, og ættingjum hans færa ösku hans út í sjó í borginni Dalian. Stuðningsmenn hans segja að yfirvöld vilja forðast að fólk geti komið saman og minnst friðarverðlaunahafans sem krafðist lýðræðis og breyttra stjórnunarhátta í landinu. 

„Hann var einstakur maður sem vakti ungt fólk til umhugsunar sérstaklega mína kynslóð,“ segir Steven Wong sem er 45 ára. Hann fæddist í Beijing og ferðaðist til Hong Kong frá Singapore til að taka þátt í minningarathöfninni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert