Umdeildar breytingar á dómarastétt

Mótmælendur fyrir utan þingið í Varsjá í Póllandi mótmæla frumvarpi …
Mótmælendur fyrir utan þingið í Varsjá í Póllandi mótmæla frumvarpi sem veitir ríkisstjórninni vald til þess að skipa í embætti dómara án þaess að ráðfæra sig við lagalega hópa. AFP

Þúsundir Pólverja hafa mótmælt fyrirhuguðu frumvarpi sem felur í sér umdeildar breytingar á skipan dómara við þingið í Varsjá. Andstæðingar frumvarpsins segja að það gæti grafið undan sjálfstæði dómara og einnig lýðræði landsins. Þetta kemur fram á vef BBC

Lögin gefa þingmönnum og dómsmálaráðherra vald til þess að skipa í embætti dómara án samráðs við ráðgefandi teymi. Ríkisstjórnin segir að breytingarnar séu nauðsynlegar vegna spillingar innan dómarastéttarinnar. 

Andrzej Duda, forseti Póllands, á enn eftir að skrifa undir frumvarpið en ekkert bendir til þess að hann muni nota neitunarvald sitt.

Fjöldi mótmæla hefur átt sér stað eftir að núverandi ríkisstjórn kom til valda í Póllandi árið 2015. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert