16 ára fangelsi fyrir kattamorð

AFP

Dómari í Santa Clara-sýslu í Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur dæmt 26 ára gamlan mann í sextán ára fangelsi fyrir að drepa tuttugu og einn kött. Er maðurinn sagður hafa lokkað suma kettina af heimilum sínum til þess eins að drepa þá.

Robert Roy Farmer hefur játað tuttugu og eitt dýravelferðarbrot, auk nokkurra annarra brota. 

Í frétt CBS fréttastofunnar segir að fjöldi katta hafi farið að hverfa á undarlegan hátt í Cambrian Park hverfinu í San Jose í september 2015. Fundust þeir svo iðulega dauðir stuttu síðar. 

Farmer var handtekinn þann 8. október 2015 þar sem hann svaf í bíl sínum. Þar fann lögreglan dauðan kött ásamt hárflyksum, blóði, blóðugum hönskum og veiðihníf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert