Dróst með lestinni

Konan dróst með lestinni.
Konan dróst með lestinni. Skjáskot/BBC

Myndskeið af konu sem dregst eftir brautarpalli með lest, eftir að taskan hennar festist í hurðinni, hefur skapað umræðu um öryggi í neðanjarðarlestum í Róm.

Natalya Garkovich var flutt þungt haldin á sjúkrahúsi eftir að skynjarar tóku ekki eftir að ól töskunnar hennar festist í hurðinni. Á myndskeiðinu sést einnig að lestarstjórinn, Gianluca Tonelli, situr að snæðingi rétt áður en lestin heldur af stað.

Atvikið er til rannsóknar en Tonelli kveðst hafa fylgt öllum reglum.

„Ég er miður mín yfir því sem kom fyrir konuna,“ sagði Tonelli við ítalska fjölmiðla. „Í myndskeiðinu sést hins vegar að ég leit tvisvar í spegilinn, ég var ekki kærulaus.“

Atvikið átti sér stað 12. júlí og heilsa Garkovich er betri nú en rétt eftir slysið. Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að hún hafi hlotið beinbrot en ástand hennar sé ekki alvarlegt að öðru leyti.

Í öryggismyndavél sést Garkovich fara í lestina áður en hún skiptir um skoðun á síðustu stundu. Þegar hún fer úr lestinni virðist taskan hennar sitja föst eftir. Þrátt fyrir aðstoð fólks á brautarpallinum nær hún ekki að losna.

Farþegar um borð ýttu á neyðarhnappa án þess að nokkuð væri aðhafst. Lestarstjórinn vissi ekki af atvikinu fyrr en lestin stöðvaði á næstu stöð.

Frétt BBC.

mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

25% afsláttur af námskeiðum í okt.
Tilboð á öllum námskeiðum í október 2017. 25% afsláttur. Tilboðið gildir til 2. ...
Sendibílaþjónustan Skutla S:867-1234
Tökum að okkur almenna flutninga, skutl, vörudreifingu o.fl. Nánari uppl. á www....
25% afsláttur af námskeiðum í okt.
Tilboð á öllum námskeiðum í október 2017. 25% afsláttur. Tilboðið gildir til 2...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
 
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Fundarboð
Fundir - mannfagnaðir
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins ...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Maat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...