Íhuga frekari viðskiptaþvinganir

Boris Johnson utanríkisráðherra vill þrýsta enn frekar á Kínverja vegna ...
Boris Johnson utanríkisráðherra vill þrýsta enn frekar á Kínverja vegna Norður-Kóreu. AFP

Aðildarríki Evrópusambandsins samþykktu í dag að íhuga að setja frekari viðskiptaþvinganir á Norður-Kóreu fyrir að hafa ráðist í tilraunir á langdrægum skotflaugum sem drífa milli heimsálfa. 

Evrópuþingið fordæmdi tilraunirnar og sagði þær brot á samþykktum Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Viðskiptaþvinganir Evrópusambandsins gegn Norður-Kóreu má rekja aftur til ársins 2006 og eru hluti af alþjóðlegu átaki gegn kjarnorku- og sprengjutilraunum Asíulandsins. Talið er að markmiðið með tilraununum sé að þróa drægni sem næði til meginlands Bandaríkjanna. 

Þingið tekur hins vegar afstöðu gegn hvers kyns hernaðaríhlutun.

Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, segir að setja verði meiri þrýsting á yfirvöld í Norður-Kóreu, sérstaklega frá Kína og helstu viðskiptalöndum. 

„Besta leiðin til þess er að setja þrýsting á Kínverja. Við sjáum framfarir í þeim efnum en það er langt í land,“ sagði Johnson. 

Frétt mbl.is: Bjóða Norður-Kóreu til viðræðna

Greint var frá því á mbl.is að stjórn­völd í Suður-Kór­eu hefðu boðið ráðamönn­um Norður-Kór­eu til viðræðna um hernaðar­mál. Fall­ist yf­ir­völd í Norður-Kór­eu á viðræðurn­ar verður það í fyrsta skipti frá 2015 sem ráðamenn ríkj­anna ræðast við.

mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

HÚSAVIÐGERÐIR
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði........
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnuvélum, trak...
SMEG Gaseldavél
Glæsileg gaseldavél með rafmagnsbakarofni til sölu. Tilboð óskast. Upplýsi...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Fundarboð
Fundir - mannfagnaðir
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins ...
Rafræn kosning hofsprestakall
Tilkynningar
Auglýsing um prestskosningu í Hofspr...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...