Hver verða örlög drengsins?

Charlie Gard.
Charlie Gard.

Endanleg niðurstaða um það hvort hinn ellefu mánaða gamli Charlie Gard sem þjáist af banvænum hrörnunarsjúkdómi, fái að ferðast til Bandaríkjanna í tilraunameðferð eða hvort öndunarvél hans verði tekin úr sambandi verður tekin af dómara fyrir yfirrétti í Bretlandi þann 25. júlí næstkomandi.

Banda­rísk­ur lækn­ir sem segist geta bjargað lífi Charlies hefur heimsótt Great Ormond Street-spít­al­ann í London þar sem drengurinn dvelur og fundað þar með læknum.

Læknar á spítalanum hafa farið fram á að taka öndunarvél sem heldur drengnum á lífi úr sambandi, og hafa dómarar á öllum dómstigum í Bretlandi og fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu verið sammála því. Foreldrarnir hafa hins vegar barist fyrir því að drengurinn fái að lifa, en vegna sjúk­dóms hans get­ur hann ekki opnað aug­un, borðað eða hreyft sig að nokkru viti sjálf­ur. 

Málið er nú tekið fyrir á ný fyrir yfirrétti í Bretlandi eftir að ný gögn um tilraunameðferð í Bandaríkjunum bárust. Foreldrar drengsins hafa safnað 1,3 millj­ón­um punda til ferðarinnar og 350 þúsund und­ir­skrift­um. 

Chris Gard og Connie Yates, foreldrar Charlies Gard.
Chris Gard og Connie Yates, foreldrar Charlies Gard. AFP

Læknirinn Michio Hirano hafði samband við spítalann á dögunum fyrir hönd Hvíta húss­ins og bauð fram ný gögn sem hann telur að sýni fram á að hægt sé að bjarga drengnum. Um er að ræða tilraunameðferð sem læknirinn vill prófa á drengnum. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá þessu. Donald Trump Banda­ríkja­for­seti hafði áður tjáð sig um málið og sagt þarlend yf­ir­völd reiðubú­in til að aðstoða.

Í réttarhöldum sem standa nú yfir fyrir yfirrétti í Bretlandi, þar sem málið er tekið fyrir á nýjan leik, hefur komið fram að ríkisstjórn Trumps hafi haft sam­band við Hirano dag­inn eft­ir að Trump tjáði sig um mál Charlies op­in­ber­lega og sagðist geta tekið á móti drengn­um. 

Hirano er nú kominn til Bretlands þar sem hann tekur stöðuna og ákvarðar næstu skref með læknum á spítalanum. Hefur hann fengið samning sem gefur honum sömu stöðu og aðrir læknar á spítalanum. Því mun hann á næstu dögum geta rannsakað drenginn. 

Dóm­ar­inn sagði við fyr­ir­töku máls­ins á þriðju­dag að hann myndi glaður breyta um skoðun frá því í apríl, en það þyrfti mjög sterk­ar sann­an­ir fyr­ir ár­angri meðferðar­inn­ar svo hann myndi gera það. 

Tímalína málsins:

3. mars 2017: Dómari fyrir yfirrétti í Bretlandi tekur málið fyrst fyrir eftir að foreldrar drengsins stefna Great Ormond Street spítalanum.

11. apríl: Dómarinn kemst að þeirri niðurstöðu að læknar megi taka öndunarvél drengsins úr sambandi.

3. maí: Foreldrar Charlies áfrýja málinu til áfrýjunardómstóls í Bretlandi.

23. maí: Þrír dómarar fyrir áfrýjunardómstólnum taka málið fyrir.

25. maí: Dómararnir eru sammála dómaranum fyrir yfirréttinum og neita að fallast á mál foreldranna.

8. júní: Foreldrar Charlies tapa málinu fyrir Hæstarétti Bretlands.

20. júní: Dómarar fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu hefja skoðun á málinu eftir að lögmenn foreldra Charlies kæra málið þangað.

27. júní: Dómararnir neita að breyta niðurstöðu málsins eftir að hafa skoðað það.

3. júlí: Frans Páfi og Donald Trump Bandaríkjaforseti bjóða fram hjálp sína.

7. júlí: Great Ormond Street-spítalinn fer fram á að málið verði tekið fyrir í yfirréttinum á nýjan leik eftir að ný gögn komu fram.

mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

HERRAMENN ÚTI Á LANDI- EF ÞIÐ HAFIÐ EKKI TIMA Í BÚÐARRÁP MEÐ FRÚNNI.
þÁ ER EG TIL STAÐAR . Öruggur bíll og bílstjóri- sækji á flugvöll eða rútu- veit...
FJÖLNOTAKERRUR _ STURTUKERRUR
Fjölnotakerrur, auðvelt er að koma bílum og vélum uppá, 4 til 6 metra langar. St...
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Sjá: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ&feature=channel Facebook > Mag...
 
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Aflaheimildir
Tilkynningar
Auglýsing eftir umsóknum um afla...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...