Saka LPGA um drusluskömm

Konur sem spila golf á LPGA-mótaröðinni þurfa að passa hér …
Konur sem spila golf á LPGA-mótaröðinni þurfa að passa hér eftir hvernig þær klæða sig. AFP

Stjórnendur LPGA-mótaraðarinnar hafa orðið fyrir harðri gagnrýnni eftir að þeir kynntu nýjar reglur sem snúa að klæðnaði kvenkyns golfara. Er þeim m.a. bannað að vera í flegnu, leggins-buxum og stuttum pilsum á vellinum á vegum LPGA.

Fyrstu viðbrögð við reglunum voru mjög neikvæð og sakaði tímaritið Teen Vogue m.a. samtökin um að beita „drusluskömm“ gagnvart kvenkyns golfurum sínum.

Reglurnar voru kynntar 2. júlí en ganga í gildi í dag. Þær sem brjóta reglurnar verða sektaðar um þúsund Bandaríkjadali eða því sem nemur 105 þúsund íslenskum krónum við fyrsta brot en við ítrekuð brot hækka sektirnar.

Samkvæmt frétt The Guardian er frá og með deginum í dag er kvenkyns golfurum m.a. bannað að vera á vellinum í bol opnum í bakið án kraga, flegnum bolum og þá eru leggings-buxur ekki leyfðar nema undir stuttbuxum. Þá þurfa pils og stuttbuxur að vera nógu síðar til þess að það sjáist ekki í „afturenda“ leikmannsins, hvort sem hún standi eða beygi sig.

Heather Daly-Donofrio, samskiptastjóri LPGA, sagði að nýju reglurnar væru svo að konurnar myndu sýna sig á faglegan hátt og endurspegla jákvæða ímynd fyrir golf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert