Reiðubúin að koma fyrir þingið

Natalia Veselnitskaya vill koma sinni hlið á framfæri.
Natalia Veselnitskaya vill koma sinni hlið á framfæri. AFP

Rússneski lögmaðurinn sem fór á fund með syni Donalds Trumps Bandaríkjaforseta er reiðubúinn að koma fyrir bandaríska þingið og bera vitni, þá og því aðeins að öryggi verði tryggt. 

Natalia Veselnitskaya hitti Donald Trump yngri í júní 2016 en hann mun hafa haldið að Veselnitskaya byggi yfir upplýsingum frá rússneskum yfirvöldum sem kæmu sér illa fyrir þáverandi forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins, Hillary Clinton. Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri, og Jared Kushner, tengdasonur og ráðgjafi forsetans, sóttu einnig fundinn. 

Í viðtali við rússnesku fréttastofuna RT sagði Veselnitskaya að hún væri reiðubúin að tala við þingið um fundinn en aðeins ef öryggi hennar yrði tryggt. Hún hefur neitað að hún hafi starfað á vegum rússneskra yfirvalda og Trump yngri heldur því fram að engar viðkvæmar upplýsingar hafi farið þeirra á milli. 

Fund­ur Trumps yngri og Na­taliu Veselnit­skaya hef­ur orðið að miklu hneykslis­máli vest­an­hafs og þykir styrkja grun­semd­ir um að sam­ráð hafi verið milli fram­boðs Don­alds Trumps og yf­ir­valda í Rússlandi fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar í nóv­em­ber 2016. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert