680 þýsk fyrirtækið á svörtum lista Tyrkja

Þýska fyrirtækið Daimler framleiðir m.a. Mercedes Benz-bifreiðar. Die Welt fullyrðir …
Þýska fyrirtækið Daimler framleiðir m.a. Mercedes Benz-bifreiðar. Die Welt fullyrðir að stórfyrirtækið sé á lista tyrkneskra ráðamanna. AFP

Yfirvöld í Tyrklandi hafa afhent þýskum yfirvöldum lista með nöfnum 680 þýskra fyrirtækja sem þau gruna um að styðja hryðjuverkasamtök. Reuters-fréttastofan hefur þetta eftir heimildamanni innan þýsku leyniþjónustunnar.

Eru þetta tíu sinnum fleiri fyrirtæki en þýskir fjölmiðlar höfðu áður sagt vera á listanum. Á miðvikudag sagði þýska dagblaðið Die Zeit að á listanum væri að finna þýsk stórfyrirtæki, m.a. fyrirtækin Daimler og BASF AG.

Mehmet Simsek, varaforsætisráðherra Tyrklands, hafnar alfarið þessum fullyrðingum. Sagði ráðherrann á Twitter í gær að fréttir þessa efnis væru „algjörlega falskar“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert