Lögfræðingar Trump rannsaka Mueller

Donald Trump Bandaríkjaforseti. Lögfræðingar hans eru nú sagðir leita leiða …
Donald Trump Bandaríkjaforseti. Lögfræðingar hans eru nú sagðir leita leiða til að gera rannsókn Muellers tortryggilega. AFP

Talsmaður lögfræðiteymis Donald Trumps Bandaríkjaforseta hefur sagt upp vegna ósættis með þá ákvörðun lögfræðinga Trump að reyna að gera rannsakendurna á meintum afskiptum Rússa og af bandarísku forsetakosningunum tortryggilega. 

New York Times segir lögfræðinga Trumps nú leita leiða til að gera rannsókn Robert Mueller, sérstaks saksóknara í málinu tortryggilega, m.a. með því að því að rannsaka fortíð þeirra lögfræðinga sem Mueller hefur fengið til liðs við sig í leit að mögulegum hagsmunaárekstrum.

Washington Post segir lögfræðinga forsetans einnig leita leiða til að takmarka rannsóknina, en að sögn bandarískra fjölmiðlar þá vill Trump víkja Mueller úr embætti. 

Greinir CBS-fréttastofan frá því að teymi Muellers sé þegar farið að grennslast fyrir um viðskiptaveldi Trumps og starfsmanna framboðs hans.

BBC hefur eftir bandarískum fjölmiðlum að Mark Corallu, sem hafi verið talsmaður Marc Kasowitz, verjanda Trumps í rannsókninni, hafi verið ósáttur við þessa aðferð lögfræðiteymisins.

Corallo er sagður vera náinn Mueller og hefur lofað hann opinberlega.

Mueller hefur ráðið þungavigtarfólk til að taka þátt í rannsókninni, sem einnig skoðar hvort einhver tengsl hafi verið milli rússneskra ráðamanna og kosningateymis Trumps, en forsetinn og stjórnvöld í Rússlandi hafa alfarið neitað slíkum ásökunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert