Grunaður um hafa myrt konu sína og börn

Maðurinn heldur sakleysi sínu fram.
Maðurinn heldur sakleysi sínu fram. AFP

Maður sem liggur undir grun fyrir að hafa myrt konu sína og þrjú börn í Gautaborg á fimmtudag hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Hann neitar sök og hefur kært úrskurðinn.

Greint er frá málinu á vef sænska ríkisútvarpsins. Á fimmtudaginn voru lögregla og slökkvilið kölluð úr vegna elds í íbúð í Gårdsten í Gautaborg. Kona og barn fundust látin en tvö börn voru alvarlega særð. Þau voru flutt á sjúkrahús og dóu af sárum sínum. 

Maðurinn, sem er á sextugsaldri, stóð fyrir utan bygginguna á meðan björgunaraðgerðir fóru fram og var síðar handtekinn vegna gruns um að hafa ráðið þeim bana. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert